Ólafur Árni Mikaelsson hreppti Íslandsmeistaratitilinn í skógarhöggi á Skógardeginum mikla sem fram fór á Hallormsstað á laugardaginn var í blíðskaparveðri og hita. Í öðru sæti lenti Bjarki Sigurðsson og Kristján Már Magnússon í því þriðja. Í skógarhlaupinu kom Hjalti Þórhallsson fyrstur í mark í karlaflokki og Meredith Cricco í kvennaflokki.
Mikið fjölmenni var á Hallormsstað í gær, laugardag, þar sem heimafólk á Austurlandi og gestir þeirra tóku þátt í skógardeginum mikla í yfir 20 stiga hita. Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni var norski keðjusagarlistamaðurinn Arne Askeland sem kvað geta sagað hvað sem er út með keðjusögini. Í frétt Sjónvarpsins af viðburðinum kom fram að Arne laumaðist líka til að saga út brjóstmynd af þeim forsetaframbjóðanda sem stóð uppi sem sigurvegari í kosningunum í gær.
Hin árlega hátíð, Skógardagurinn mikli, verður haldinn með hefðbundnu sniði á morgun, laugardaginn 25. júní, í Mörkinni á Hallorsmsstað. Spáð er sól og hita og því verður gaman að njóta alls þess sem í boði verður í skóginum. Meðal þeirra sem sýna listir sínar á hátíðinni verður norski listamaðurinn Arne Askeland sem notar keðjusög til að skera út fugla og ýmislegt fleira úr trjábolum.
Í skógarleikskóla alast börnin upp í nánum tengslum við náttúruna og kynnast eðlisþáttum hennar, hringrásum lífs og efna, verndun og nýtingu en líka að uppgötva og skapa. Víða á Íslandi eru vaxnir upp skógarreitir sem nýta mætti til slíkrar starfsemi.
Ef sumarið heldur áfram að vera sæmilega hlýtt gætu sumar trjátegundir vaxið á annan metra í sumar og jafnvel gæti orðið metvöxtur hjá ösp og fleiri tegundum. Þetta sagði Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í viðtali í fréttum Bylgjunnar í gær.