Fjögur meginsvið verða í skipuriti nýrrar skógræktarstofnunar, Skógræktarinnar, samkvæmt tillögum sem kynntar voru Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í gær. Staða fagmálastjóra skógræktar verður endurvakin og verður hann staðgengill skógræktarstjóra. Lagt er til að sú staða verði auglýst laus til umsóknar nú í júnímánuði ásamt tveimur sviðstjórastöðum.
Ljósmyndasýningin „Eyðibýli í Skorradal allt árið“verður opnuð á morgun, laugardaginn 11. júní kl. 17, við Stálpastaði í Skorradal. Myndirnar eru allar teknar í Skorradal og er áhersla lögð á þau eyðibýli sem eru í dalnum og árstíðirnar sem geta verið mjög breytilegar hér á Íslandi.
Þrettán verkefni sem öll snerta skóg- og trjárækt með einhverjum hætti fengu í gær styrki úr Umhverfissjóði Fríhafnarinnar. Markmið allra þessara verkefna er að fegra umhverfið og hreinsa, græða land og auka skjól með trjágróðri. Í verkefni Bláa hersins verður gróðursett eitt tré fyrir hver tíu kíló af plastrusli sem hreinsuð verða upp. Verndari þess verkefnis er frú Vigdís Finnbogadóttir.
Olli Rehn, efnahagsmálaráðherra Finnlands, og Ibrahim Baylan, samhæfingar- og orkumálaráðherra Svíþjóðar eru meðal frummælenda á ráðstefnu Think Forest um lífhagkerfið sem fer fram í Helsinki í dag. Þar verður rætt hvaða lærdóm má draga af stefnu og aðferðum Evrópusambandsins og um möguleika skógartengda lífhagkerfisins. Ráðstefnan er send út beint á vefnum.
NordGen Forest Conference, 20-21 September 2016: Growing mixed forests – waste or value for the future? at Elite Park Hotel, Växjö, Sweden Program: Day 1, 20 September Moderator before lunch: Urban Nilsson, Swedish University...