Trjágróður gegn þéttbýlismengun
Bílar og ýmis vélknúin tæki og vinnuvélar eru helsta uppspretta loftmengunar í þéttbýli á Íslandi. Samhliða því að ráðast gegn upptökum mengunarinnar er vert að huga vel að því hvernig nýta má trjágróður í þéttbýli á Íslandi til að auka loftgæði í byggðinni. Tré taka upp nituroxíð, óson og koltvísýring úr andrúmsloftinu en svifrykið sest á laufskrúð þeirra, greinar og stofn. Rykið skolast síðan af með úrkomunni. Huga ætti betur að því hvernig tré geta bætt andrúmsloftið í umhverfi okkar og skipuleggja betur ræktun trjágróðurs í þéttbýli. Hugsum okkur líka tvisvar um áður en við höggvum myndarleg tré.
06.06.2016