http://annualreport2015.cifor.org/?utm_source=June%202016&utm_campaign=ANNUAL%20REPORT%202015&utm_medium=email Sjá tölvupóst ...
Brumbrot er aðferð sem beita má til að þétta furutré og gera þau bústnari og betri jólatré. Júnímánuður er rétti tíminn til að brjóta brum á furu og snemmsumars má líka gefa furunni niturríkan áburð til að hún fái fallegri lit. Dagatal jólatrjáabóndans leiðbeinir ræktendum um þau verk sem vinna þarf á ólíkum tímum ársins. Nú fyrr í mánuðinum var haldinn í Frakklandi sumarfundur samtaka jólatrjáaræktenda í Evrópu, CTGCE.
Taka þarf stefnumarkandi ákvarðanir um lífhagkerfið og grípa til aðgerða. Stefnan ein nægir ekki. Þetta eru meginskilaboð ráðstefnu helstu framámanna ThinkForest um lífhagkerfið sem haldin var í Helsinki í Finnlandi mánudaginn 7. júní. Efnahagsmálaráðherra Finnlands telur að skógar eigi að vera miðpunkturinn í sjálfbæru og sveigjanlegu lífhagkerfi Evrópu. Það verði næsta efnahagssveiflan í álfunni.
Umhverfis- og auðlindaráðherra og rektor Landbúnaðarháskóla Íslands skrifuðu fyrir helgi undir tvo samninga um verkefni um sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Annar samningurinn er um þátt LBHÍ í bókhaldi um losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu koltvísýrings í gróðri og jarðvegi en hinn um upplýsingagjöf og greiningu LBHÍ fyrir vegvísi um minnkun losunar frá landbúnaði. Frá þessu segir á vef ráðuneytisins
Nú styttist í hjólreiðakeppnina WOW Cyclothon. Tíu manna lið Skógræktarinnar tekur þátt í keppninni og hefur undirbúningur gengið vel. Liðsmenn eru vel stemmdir og spenntir fyrir keppninni. Söguleg stund verður þegar liðið kemur í mark því Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hefur tekið að sér að hjóla í mark á reiðhjólinu sem fyrsti skógræktarstjórinn, Agner Kofoed-Hansen ferðaðist á um allt land í embættiserindum á sínum tíma. Hjólið er frá fyrstu áratugum 20. aldar. Heita má á lið Skógræktarinnar og styrkja þannig góðgerðarmálefni.