Ræktun blandaðra skóga - sóun eða framtíðarverðmæti?
Árleg ráðstefna NordGen Forest fer fram í Växjö í Svíþjóð 21.-22. september. Í þetta sinn verður fjallað um endurnýjun blandaðra skóga og kosti þeirra fyrir efnahag, líffjölbreytni og aðlögun að loftslagsbreytingum. Meðal umræðuefna verður skógræktarskipulag, skógarumhirða og -nytjar, vistfræði, skemmdir, skaðvaldar og markaðstækifæri fyrir viðarafurðir.
19.08.2016