Rússalerki
Lerki er ættkvísl sumargrænna barrtrjáa sem vex í barrskógabeltinu á norðurhveli jarðar eða til fjalla á suðlægari slóðum. Til ættkvíslarinnar teljast 10-15 tegundir en lerki er af þallarætt (Pinaceae) og ættbálkinum Pinales. Fyrrum var lerki kallað lævirkjatré eða jafnvel barrfellir enda ólíkt öðrum barrtrjám sem við þekkjum að því leyti að það fellir barrið á haustin.
07.09.2022