Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að veita 6 milljónir til verndaraðgerða og viðhalds á gönguleiðum á Þórsmörk og Goðalandi í sumar. Þessi svæði eru í umsjá Skógræktar ríkisins. Mikið verk er að byggja upp og halda við þeim 90 kílómetrum af gönguleiðum sem liggja um þessi svæði.
Dóra Hansen innanhúsarkitekt sýnir borðlampa úr íslensku lerki og rekavið á HönnunarMars. Hún segir íslenska lerkiskóga og rekaviðinn í fjörunum kringum landið fjársjóðskistu fyrir hönnuði. Fréttablaðið greinir frá.
Myndband frá Samtökunum Rainforest Alliance er hugvekja um það sem við neytendur getum gert til að hamla gegn skógareyðingu í heiminum. Við getum haft áhrif með því hvaða vörur við veljum í verslunum og hvaða mat við borðum.
Sjónvarpsstöðin N4 ræddi 20. mars við Rúnar Ísleifsson, skógræktarráðunaut hjá Skógrækt ríkisins og nýráðinn skógarvörð á Vöglum. Umræðuefnið var könnun á hagkvæmni þess að kynda húsin í Grímsey með viðarkurli eða viðarkögglum úr fyrstu grisjunum úr norðlensku skógunum.
Í tilefni dagsins er rætt við Þröst Eysteinsson sviðsstjóra hjá Skógrækt ríkisins á Egilsstöðum í þættinum Sjónmáli á Rás 1. Hann greinir meðal annars frá því að aðeins tæp 2% landsins eru skógi vaxin, og þá eru bæði taldir með ræktaðir skógar og náttúrulegur birkiskógur. Sömuleiðis kemur fram að skógarbændur á landinu eru fleiri en kúabændur.