Ofbeit geita og sauðfjár eyddi nær öllum upprunalegum gróðri á eyjunni San Clemente í Kyrrahafi, úti fyrir Kaliforníuströndum. Eyjan hefur nú náð sér vel á strik eftir að beit var aflétt.
Auglýstir eru til umsóknar styrkir til að mynda norræna samstarfshópa um skógrannsóknir fyrir árið 2015. Styrkir eru m.a. veittir til að halda fundi eða ráðstefnur.
Tré af undirtegund stafafuru sem flutt var til landsins fyrir stríð eru orðin um 15 metra há og stefna í að verða svipuð furunum við Tenaya-vatn í Klettafjöllunum þar sem þær eru upp runnar. Íslenskt skógræktarfólk var þar á ferð haustið 2013.
Mikilvægt er að grisja skóg undir háspennulínum. Á myndbandi sem tekið var nýlega í Norefjell í Noregi sést hvernig skammhlaup varð í þoku og kveikti í tré sem vaxið hafði upp undir línuna.
Meta á lifun og æskruþrótt skógarplantna í rannsóknarverkefni sem formlega var sett af stað fyrir helgi með undirritun samnings milli Mógilsár, LBHÍ og Álfaráss hf. Tilraunirnar fara fram í landi Hvamms í Landssveit.