Nú geta skógarunnendur upplifað heima í stofu þá sælutilfinningu sem fylgir því að vera í skógi. Danska listatvíeykið Hilden&Diaz býr til sérstæð loftljós, meðal annars eitt sem varpar trjámunstri á veggi.
Í viðtali við Bændablaðið 6. febrúar 2014 segir Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi, að staðan sé góð í skógræktarmálunum og teikn á lofti um að bjart sé fram undan eftir blóðugan niðurskurð upp á um tvær milljónir plantna árlega eftir hrun.
Árleg fagráðstefna skógræktar verður í þetta sinn haldin á Hótel Selfossi dagana 12.-13. mars 2014. Þema ráðstefnunnar er „skógur og skipulag“ og rúmlega helmingur erindanna tengist því efni. Skráningarfrestur á ráðstefnuna er til 12. febrúar.
Alltaf er gaman að fara í skóginn, hver sem árstíminn er, ekki síst ef maður rekst á óvenjufalleg tré. Falleg björk, líklega af Pasvik-kvæmi, varð á vegi starfsmanna Skógræktar ríkisins í vikunni.
Svo virðist sem rótarkerfi trjáa í fjalllendi gegni mikilvægu hlutverki við að stjórna hitastigi á jörðinni. Vísindamenn hafa komist að því að hitastig hefur áhrif á þykkt lauffalls og moldar í fjallaskógum en líka á vaxtarhraða trjárótanna. Þegar rætur trjánna ná til bergefna undir moldarlaginu taka þær upp meira af efnum sem nýtast til að binda koltvísýring úr andrúmsloftinu. Vísindamenirnir segja að þetta ferli sé nokkurs konar hitastillir fyrir jörðina.