Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur á þessu ári fyrir fjögurra námskeiða röð um ræktun, meðhöndlun og sölu jólatrjáa og afurða af jólatrjám. Fyrsta námskeiðið hefst 11. mars og þar fjallar Jóhanna Lind Elísdóttir um fjárhagsáætlanir fyrir jólatrjáaræktun.
Nemendur frá háskólum héðan og þaðan í Banadaríkjunum fengu að taka til hendinni og snyrta greinar á gömlu þjóðleiðinni frá Skriðufelli gegnum Þjórsárdalsskóg um leið og þau fræddust um sjálfbærni og umhverfismál.
Tækni sem byggð er á landupplýsingakerfum og kortakerfi Google gerir okkur kleift að sjá hvar skógar hafa sótt fram í heiminum og hvar þeim hefur hnignað frá aldamótum fram til ársins 2012. Þetta er öflugt tæki í baráttunni fyrir aukinni skógrækt og verndun skóga.
Í grein í Bændablaðinu 20. febrúar hvetur Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni, bændur til að taka frumkvæði að því að móta öflugt beitarstýringar- og vistfræðilegt vöktunarkerfi í öllum landsfjórðungum. Það sé allra hagur.
Skógrækt verður meðal annars til umfjöllunar á Landsýn - vísindaþingi landbúnaðarins sem fram fer á Hvanneyri 7. mars. Fjórar málstofur verða í boði, auk veggspjaldakynninga, og dagskráin er mjög fjölbreytt.