Í tilefni þess að Gunnar Freysteinsson, skógfræðingur, hefði orðið fertugur í ár boða Skógfræðingafélag Íslands, vinir og vandamenn til Gunnarshátíðar í Haukadal sunnudaginn 27. júní.
Skógrækt ríkisins óskar eftir tilboðum í 300 m3 af timbri sem staðsett er í Skorradal.
Nú í sumar býur Menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á sumarnámskeiðið Útinám og leikir í skógi og fer það að öllu leyti fram í grenndarskógi skólans í Öskjuhlíð.
Sumarið fer vel af stað í Vaglaskógi. Aðsókn að tjaldstæðum var góð um helgina og margir voru á ferli í skóginum.
Í sumar verður ýmislegt um að vera hjá skógræktarfélögum landsins. Í júní verður haldið upp á 60 ára afmæli Heiðmerkur og boðið upp á listsýningu á skógardegi í Mosfellsbæ.