Samtök náttúrustofa standa fyrir fróðlegum fyrirlestri í hádeginu á morgun, fimmtudaginn 27. nóvember. Fyrirlesturinn verður sendur út í gegnum fjarfundabúnað á eftirfarandi staði: ...
Í dag var jólatré úr Hallormsstaðaskógi reist í miðbæ Egilsstaða. Tréð er í minna lagi þetta árið, eða rúmlega 12 metrar á hæð en sérstaklega fallegt í laginu. Tréð gróðursettu Norðmenn í Hallormsstað árið 1979 í svokallaðri Norðmannaplötun. Kveikt...
Út er komin bókin AFFORNORD – effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development. Ritstjórar eru Guðmundur Halldórsson, Edda Sigurdís Oddsdóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson. Bókin er til sölu hjá Norrænu ráðherranefndinni og þar er líka hægt að hlaða niður pdf-útgáfu af bókinni.
Skógræktarfélag Garðabæjar boðar til málþingsins Útivist og skógrækt nk. föstudag frá kl. 15:00 - 17:00. Erindi sem flutt verða fjalla m.a. um Heiðmörk, menningarlandslag, fugla og útivist.   Hér að neðan má sjá dagskrá málþingsins.
Nú er aðeins rúm vika í fyrsta sunnudag í aðventu og skógarverðir um allt land eru farnir að undirbúa jólin. Skógarvörðurinn Þór Þorfinnsson á Hallormsstað hefur, ásamt samstarfsfólki sínu, valið og fellt allnokkur stór barrtré á síðustu dögum. Þetta...