Eikarfæðing
Breski vísindamaðurinn og ljósmyndarinn Neil Bromhall tók upp á átta mánuðum ferilmynd af því þegar akarn spírar og verður að lítilli eikarplöntu. Eikur verða ævagamlar og risastórar en spruttu allar af litlu fræi. Tré eru meðal undra náttúrunnar og án trjáa værum við mennirnir ekki til því trén áttu þátt í að gera andrúmsloftið og loftslagið á jörðinni lífvænlegt fyrir lífverur eins og okkur.
06.09.2016