Sníkjuplantan engjakambjurt útbreidd í Vaglaskógi
Engjakambjurt, Melampyrum pratense, hefur nú öðlast þegnrétt meðal jurta sem vaxa villtar í íslenskri náttúru. Tegundin hefur þrifist um árabil í Vaglaskógi en var lengi vel greind sem krossjurt. Erlendis treystir engjakambjurt á samlífi við maurategund og ekki er útilokað að sú tegund þrífist með henni í Vaglaskógi þótt það hafi ekki verið staðfest. Útbreiðsla jurtarinnar í skóginum bendir til að svo geti verið. Engjakambjurt lifir sníkjulífi á ýmsum trjátegundum.
17.08.2016