Börkur af rússalerki hentar vel til olíuhreinsunar
Börkur af íslensku lerki dugar betur en Hekluvikur til að hreinsa olíu úr vatni. Þetta sýna tilraunir sem gerðar hafa verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Notast var við börk úr rússalerki frá Hallormsstað. Ekki er heimilt að flytja inn trjábörk til landsins en tilraunin sýnir að íslensku skógarnir geta gefið hentugan börk til þessara nota.
04.08.2016