Skógargöngur í tilefni sameiningarinnar
Í tilefni af því að föstudaginn 1. júlí hefur ný stofnun, Skógræktin, formlega starfsemi sína verður gengið í skóg á sex stöðum á landinu. Fyrsta gangan verður í kvöld, fimmtudagskvöld, í Silfrastaðaskógi í Skagafirði en á morgun föstudag verður gengið í skóginum við Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, á Galtalæk í Biskupstungum, Oddstöðum í Lundarreykjadal Borgarfirði, Innri-Hjarðardal Önundarfirði, og Strönd á Völlum Fljótsdalshéraði.
30.06.2016