NordGen Forest Conference, 20-21 September 2016: Growing mixed forests – waste or value for the future? at Elite Park Hotel, Växjö, Sweden Program: Day 1, 20 September Moderator before lunch: Urban Nilsson, Swedish University...
Bílar og ýmis vélknúin tæki og vinnuvélar eru helsta upp­spretta loftmengunar í þétt­býli á Íslandi. Samhliða því að ráðast gegn upptökum mengunarinnar er vert að huga vel að því hvernig nýta má trjágróður í þéttbýli á Íslandi til að auka loftgæði í byggðinni. Tré taka upp nituroxíð, óson og koltvísýring úr andrúmsloftinu en svifrykið sest á laufskrúð þeirra, greinar og stofn. Rykið skolast síðan af með úrkomunni. Huga ætti betur að því hvernig tré geta bætt andrúmsloftið í umhverfi okkar og skipuleggja betur ræktun trjágróðurs í þéttbýli. Hugsum okkur líka tvisvar um áður en við höggvum myndarleg tré.
Málgagn Landsamtaka skógareigenda, Við skógareigendur, er komið út og hefur verið sent til skógarbænda og í póstkassa allra lögbýla um land allt. Þessi dreifing blaðsins er nýbreytni og vonast er til að það mælist vel fyrir og áhugi vakni hjá fleirum að græða landið upp með fallegum skógi og auknum atvinnutækifærum í skógrækt. Margt áhugavert efni er að finna í blaðinu og er skjólbeltarækt til dæmisgert hátt undir höfði.
Í hádeginu í dag var frumvarp um nýja skóg­ræktar­stofn­un tekið til þriðu umræðu og atkvæðagreiðslu á Alþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá þinginu með öllum greiddum atkvæðum. Nokkrir þing­menn tóku til máls auk þess sem umhverfis- og auðlindaráðherra gerði grein fyrir atkvæði sínu. Öll lýstu þau ánægju sinni með málið og sögðu sameiningar­starf­ið vera til fyrirmyndar. Hin nýja stofnun, Skógræktin, tekur til starfa 1. júlí.
Hús finnsku náttúrumiðstöðvarinnar Haltia er fyrsta opinbera byggingin þar í landi sem reist er úr unnum gegnheilum viði. Allt nema grunnurinn og kjallarinn er smíðað eingöngu úr timbri. Húsið hannaði Rainer Mahlamäki. Markmið Haltia er að fara fyrir með góðu fordæmi, vera flaggskip viðarmannvirkjagerðar og innblástur byggingariðnaðarins í Finnlandi til að auka notkun viðar við smíði bæði opinberra bygginga og fjölbýlishúsa. Íslenskir fulltrúar sitja þessa dagana fund í Finnlandi um samvinnu Norðurlanda og Eystrasaltsríkja við eftirlit vegna timburreglugerðar Evrópusambandsins.