Lerki og hengibjörk til varnar
Börkur lerkitrjáa brennur illa og lerkitré hafa verið notuð með fram lestarteinum í Svíþjóð til að minnka hættuna á gróðureldum vegna neistaflugs frá teinunum. Sömuleiðis brenna mörg lauftré illa og í Umeå í Svíþjóð var mikið gróðursett af hengibjörk til eldvarna eftir að borgin brann síðla á 19. öld. Skógar eru ekki eldfimari en annað gróðurlendi en brennanlegur lífmassi er þó meiri í skógum en utan þeirra og nauðsynlegt að huga að eldvörnum. Þetta er meðal þess sem kom fram í fróðlegu viðtali við Aðalstein Sigurgeirsson, forstöðumann Rannsóknarstöðvar skógrækar, Mógilsá, í þættinum Samfélaginu á Rás 1.
13.05.2016