5 reasons to drink shade-grown coffee University of Texas at Austin rightOriginal Study Posted by Kimberly Berger-Texas on April 30, 2015 You are free to share this article under the Attribution 4.0 International license. A biologist says that a...
Á alþjóðlegum degi jarðar sem er í dag skrifar Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, undir Parísarsamkomulagið um loftslagsmál fyrir Íslands hönd. Hún tekur líka þátt í ráðherrafundi um sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem er haldinn samhliða undirskriftarathöfninni. Skógrækt er meðal 16 verkefna í sóknaráætlun stjórnvalda um aðgerðir í loftslagsmálum. Möguleikar Íslands til kolefnisbindingar með skógrækt eru miklir
Frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um nýja skógræktarstofnun er meðal þeirra mála sem ráðherrar ríkisstjórnar leggja áherslu á að þingið ljúki áður en gengið verður til kosninga í haust.
Trjákynbætur sem efli mótstöðuafl trjáa verða meginviðfangsefni fyrstu ráðstefnu HealGenCAR sem haldin verður 7.-9. júní í Punkaharju í Finnlandi. HealGenCAR er samstarfsvettvangur um framhaldsrann­sóknir í skógarheilsu- og skóg­erfða­fræð­um til stuðnings líf­hagkerf­inu. Samstarfið nýtur stuðnings SNS, sem er samnorræn stofnun um skógrækt og skógarrannsóknir.
„Skógar rétt eins og fiskimiðin eru auðlind, lífræn innistæða sem þarf í senn að viðhalda og nýta skynsamlega,“ segir Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri meðal annars í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Eftir rúman áratug fari skógarbændur að fá tekjur af skógum sínum sem munar um. Hann vonast líka til þess að Parísarráðstefnan verði til þess að skógræktarstarf fái meiri skilning.