Áður óþekkt trjátegund fundin
Eftir sautján ára rannsóknarstarf á Nýju-Kaledóníu í suðvestanverðu Kyrrahafi hafa skoskir vísindamenn uppgötvað nýja trjátegund sem þó var fyrir framan nefið á þeim allan tímann. Tegundin er af sömu ættkvísl og apaþrautartré, Araucaria, sem einnig hafa verið kölluð apahrellir á íslensku. Hin nýuppgötvuðu tré eru hluti af mjög sérstæðri flóru Nýju-Kaledóníu sem nú er ógnað með stórfelldum áformum um nikkelvinnslu.
24.05.2016