Skógræktarstjóri hjólar í mark á 100 ára gömlu hjóli
Nú styttist í hjólreiðakeppnina WOW Cyclothon. Tíu manna lið Skógræktarinnar tekur þátt í keppninni og hefur undirbúningur gengið vel. Liðsmenn eru vel stemmdir og spenntir fyrir keppninni. Söguleg stund verður þegar liðið kemur í mark því Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hefur tekið að sér að hjóla í mark á reiðhjólinu sem fyrsti skógræktarstjórinn, Agner Kofoed-Hansen ferðaðist á um allt land í embættiserindum á sínum tíma. Hjólið er frá fyrstu áratugum 20. aldar. Heita má á lið Skógræktarinnar og styrkja þannig góðgerðarmálefni.
13.06.2016