Á fjórða fundi stýrihóps um sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefna í skógrækt var farið yfir fyrstu drög að stefnumótunarskjali fyrir nýja stofnun. Slíkt skjal er forsendan fyrir því að hægt verði að hefja fyrir alvöru mótun skipurits. Bandormur hefur verið afgreiddur í ríkisstjórn og úr þingflokkum framsóknar- og sjálfstæðismanna og liggur nú fyrir Alþingi.
Seljabúskapur virðist hafa verið í Drumbabót á Markarfljótsaurum í Fljótshlíð á 16. eða 17. öld. Fornleifauppgröftur fór þar fram síðastliðið haust og fundust mannvistarleifar sem bentu til þess að sel hefði verið þar. Í Drumbabót eru leifar forns birkiskógar sem talið er að hafi eyðst í hamfaraflóði úr Mýrdalsjökli í kjölfar Kötlugoss laust eftir 800 e.Kr. Morgunblaðið fjallar um málið í dag.
Kvikland ehf., kvikmyndafyrirtæki Hlyns Gauta Sigurðssonar skógfræðings, hefur sent frá sér tíu mínútna langt fræðslumyndband um rannsóknarverkefnið Mýrvið sem unnið er að í Sandlækjarmýri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í myndbandinu er fylgst með sýnatöku og eftirliti og áhorfendur fræddir um tilgang og markmið rannsóknarinnar.
Fagráðstefna skógræktar 2016 sem haldin var dagana 16. og 17. mars tókst afar vel í blíðviðri á Patreksfirði. Ráðstefna þessi sem landshlutarnir skiptast á um að halda er haldin árlega í marsmánuði. Hún er mikilvægur vettvangur fagfólks í skógrækt til...
Ávaxtatré og runnar stóðu í blóma um helgina í garðyrkjuskóla LbhÍ að Reykjum í Ölfusi þar sem fram fór námskeið í viðarnytjum og skógarumhirðu undir merkjum verkefnisins Lesið í skóginn. Þátttakendur voru af Ströndum, Reykjavíkursvæðinu, Suðurlandi og víðar að. Umsögn þeirra um námskeiðið og aðstöðuna að Reykjum var mjög jákvæð.