Skógarfuglar éta úr lófa
Hrafn Óskarsson og Lucile Delfosse, sem bæði vinna í starfstöð Skógræktarinnar á Tumastöðum í Fljótshlíð, hafa hænt að sér auðnutittlinga með fóðurgjöfum. Þeir huguðustu setjast í lófa þeirra og ná sér í sólblómafræ. Kvenfuglarnir eru frakkari en karlfuglarnir. Allt er nú orðið grænt í Fljótshlíðinni og útlit fyrir mikla blómgun á ýmsum tegundum, ekki síst sitkagreni.
16.05.2017