Sjónvarpsfrétt um mikinn trjávöxt
Í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins 2. maí var rætt við Lárus Heiðarsson, skógfræðing og skógræktarráðunaut hjá Skógræktinni um mikinn trjávöxt undanfarin ár. Sýnt er dæmi um sitkagreni á Héraði sem óx 70 sentímetra síðasta sumar. Útlit er fyrir góðan vöxt í sumar, ekki síst á stafafuru sem tekur út góðan vöxt ef sumarið á undan var gott.
04.05.2017