Skógur og orka - nýtt myndband á alþjóðlegum degi skóga
Viður sem fenginn er með sjálfbærri skógrækt er endurnýjanleg orkuauðlind. Heimili sem ekki búa við hitaveitu geta sparað stórfé á hverju ári með því að nýta heimafenginn við sem orkugjafa í stað rafmagns. Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars er helgaður skógum og orku hjá Sameinuðu þjóðunum þetta árið. Skógræktin gefur út nýtt myndband í tilefni dagsins.
20.03.2017