Bein útsending verður á morgun, þriðjudaginn 7. nóvember, frá ráðstefnu ThinkForest þar sem fjallað verður um hringrásir evrópska hagkerfisins og nýjar hugmyndir um hvernig koma skuli slíku hagkerfi á.
Norska staðlafyrirtækið og timburrannsóknarstofnun norska timburiðnaðarins, Treteknisk, hafa þróað nýjan staðal fyrir notkun timburs til húsagerðar. Þar er ekki eingöngu átt við notkun timburs í burðarvirki heldur einnig aðra byggingarhluta svo sem klæðningar. Standarden er en...
Innan tíðar kann að verða mögulegt að búa til ótal nákvæmlega eins jólatré af einu og sama fræinu. Framfarir í vefjarækt af kími trjáfræja eru miklar um þessar mundir og þróaðir hafa verið róbótar til að fjöldaframleiða trjáplöntur með æskilegum eiginleikum. Þetta var meðal umfjöllunarefna á jólatrjáaráðstefnu sem haldin var hérlendis nýlega.
Tjaldgestum fjölgaði mikið í Hallormsstaðaskógi í sumar og í september voru gistinætur um 50% fleiri en í fyrra. Vel hefur viðrað til útiverka í skóginum í haust og senn verður farið að fella jólatré. Ungverskur skógfræðinemi dvelur nú á Hallormsstað og vinnur að meistaraverkefni um vindfall í skógi á Íslandi og náttúrulega endurnýjun skóga á svæðunum eftir vindfall.
Ódýr og meðfærileg afkvistunarvél er reynd þessa dagana við grisjun í skógum á Suðurlandi. Slík vél, sem tengd er við dráttarvél, er sögð geta sparað skógarbændum aðkeypta vinnu. Rætt er um að stofna rekstrarfélag um slíka vél til að hægt sé að þjóna bændum.