Þriggja daga vinnufundi um jafnrétti og fjölbreytni í norræna skógargeiranum lauk á sunnudag með þátttöku tveggja fulltrúa frá Skógræktinni, Sigríðar Júlíu Brynleifs­dóttur, sviðstjóra skógarauðlindasviðs, og Eddu S. Oddsdóttur, sviðstjóra rannsókna­sviðs. stefnt er að því að halda norræna ráðstefnu um konur og skógrækt á hverju ári í tíu ár og sú fyrsta verði í Svíþjóð 2019. Einnig er stefnt að stofnun skógarkvenna­samtaka á Íslandi á næsta ári.
Mögulega mætti auka þvermálsvöxt í ungum skógi með því að grisja fyrr en venjan hefur verið. Á sauðfjárjörðum má beita slíkan skóg eftir grisjun til að hindra vöxt greina eða teinunga af rótum þeirra trjáa sem grisjuð voru burt. Óvísindaleg athugun í þessa veru var gerð á skógræktarjörð í Fljótsdal og sagt er frá henni í nýju myndbandi Skógræktarinnar.
Aðgerðir Íra til bindingar kolefnis með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt verða tíundaðar á ráðstefnu sem fram fer í Bændahöllinni í Reykjavík 5. desember. Að ráðstefnunni standa Bændasamtök Íslands, Landbúnaðarháskóskóli Íslands Landgræðsla ríkisins og Skógræktin.
Þess er vænst að kynbættur fjallaþinur verði vinsælasta jólatréð hér á landi þegar fram líða stundir. Þetta íslenska úrvalstré geti þá keppt við danskan nordmannsþin sem í dag er mest selda jólatréð. Þetta segir í frétt á vef Ríkisútvarpsins og fjallað var um málið í fréttum Sjónvarps. Rætt er við Brynjar Skúlason skógerfðafræðing sem stýrir trjákynbótum hjá Skógræktinni.
Íslensku skógarnir vaxa svo vel að það brakar í þeim. Í Reykjavík, þar sem varla sáust tré fyrir fáeinum áratugum, eru nú tré út um allt. Nytjategundir í íslenskum skógum vaxa 10-20 sinnum betur en íslenska birkið. Þetta er meðal þess sem finnska blaðakonan Lotte Krank-Van de Burgt fékk að kynnast á ferð með Aðalsteini Sigurgeirssyni, fagmálastjóra skógræktarinnar, um íslenska skóga.