Árleg ráðstefna um konur og skógrækt í bígerð
Þriggja daga vinnufundi um jafnrétti og fjölbreytni í norræna skógargeiranum lauk á sunnudag með þátttöku tveggja fulltrúa frá Skógræktinni, Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur, sviðstjóra skógarauðlindasviðs, og Eddu S. Oddsdóttur, sviðstjóra rannsóknasviðs. stefnt er að því að halda norræna ráðstefnu um konur og skógrækt á hverju ári í tíu ár og sú fyrsta verði í Svíþjóð 2019. Einnig er stefnt að stofnun skógarkvennasamtaka á Íslandi á næsta ári.
17.11.2017