Ákveðið hefur verið að loka gróðrarstöð Barra á Fljótsdalshéraði. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í sjónvarpsfréttum í gær. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækið hafa gefist upp á sviknum loforðum um aukna skógrækt og kolefnisbindingu. Í fréttinni er vakin athygli á því að helmingi færri tré séu nú gróðursett á landinu en fyrir tíu árum.
Skógræktin tekur að venju þátt í hinum árlega jólamarkaði Jólakettinum sem haldinn verður í gróðrarstöðinni Barra á Valgerðarstöðum í Fellum laugardaginn 16. desember.
Jólamarkaðurinn sem haldinn var í þriðja sinn í Vaglaskógi á laugardaginn var gekk vel og áætlar skógarvörður að vel á þriðja hundrað manns hafi komið í skóginn til að sjá hvað var í boði, njóta veitinga, hitta aðra og versla eitthvað fyrir jólin. Vetrarveður var með fallegasta móti í skóginum og aðstæður því hinar bestu.
Litlu mátti muna að vísa þyrfti frá áhugasömu fólki sem vildi selja afurðir sínar og framleiðslu á jólamarkaðinum á Vöglum sem að þessu sinni verður haldinn í starfstöð Skógræktarinnar í Vaglaskógi laugardaginn 9. desember. Auk jólatrjáa, greina og fleiri afurða úr skóginum verða fjölbreyttar þingeyskar framleiðsluvörur til sölu á markaðnum og nemendur Stórutjarnaskóla selja veitingar.
Héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt segir frá því að skógarbændurnir að Brekkugerði í Fljótsdal og Teigabóli í Fellum selji jólatré til höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægasti markaður þeirra sé þó heima fyrir.