Myndbandið Afforesting Iceland - A Cause for Optimism var sýnt á alþjóðlegu landnýtingarráðstefnunni Global Landscapes Forum sem fram fór í Bonn í Þýskalandi. Það hefur hlotið mikla athygli á samfélagsmiðlum og National Geographic hefur lýst áhuga á því að sýna myndbandið á stuttmyndaveitu sinni, National Geographic Short Film Showcase.
Rétt meðhöndlun jólatrjáa er mikilvæg svo að trén haldi sér vel alla jólahátíðina. Mikilvægast er að trén fái nægt vatn fyrstu tvo sólarhringana eftir að þau koma í hús. Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga í Kjarnaskógi, segir í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4 að áhugi kaupenda á íslenskum jólatrjám virðist vera að aukast. Hún selur m.a. fjallaþin úr Hallormsstaðaskógi.
Sigríður Hrefna Pálsdóttir, skógfræðinemi við Landbúnaðarháskóla Íslands, vinnur að meistaraverkefni þar sem hún skrásetur skógarreiti ungmennafélaga sem ræktaðir voru vítt og breitt um landið frá fyrri hluta síðustu aldar og fram eftir öldinni. Verkefnið nýtur styrks frá norrænu skógrannsóknastofnuninni SNS og NordGen Skog, skógarsviði norræna genabankans NordGen.
Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands hefur kynnt námskeið sem í boði verða á vorönn. Þar á meðal eru nokkur námskeið sem tengjast skógrækt og skógarnytjum.
Tvær nýjar greinar voru að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Annars vegar er fjallað um áhrif sauðfjárbeitar á íslensk vistkerfi og hins vegar áhrif jarðvegsgerðar á bygguppskeru í íslenskum yrkjatilraunum.