Leiðarahöfundur Fréttablaðsins ræðir um kolefnishlutleysi
„Ef tekið er mið af þessum mótvægisaðgerðum, sem taka til flestra geira íslensks samfélags, og við höldum uppteknum og máttlausum hætti áfram í landgræðslu og skógrækt, gæti nettóútstreymi ársins 2030 numið 18 prósentum minna en árið 1990. Góður árangur, en hvergi nærri nóg.“ Þetta skrifar leiðarahöfundur Fréttablaðsins í dag og vísar til markmiða ríkisstjórnarinnar um 40 prósenta samdrátt losunar árið 2030 og kolefnishlutleysi um miðja öldina.
05.12.2017