Leiðir til að auka kolefnisbindingu
Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember. Meðal annarra heldur írski sérfræðingurinn Eugene Hendrick erindi um aðgerðir sem Írar hafa ráðist í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt. Eugene hefur verið einn af aðalsamningamönnum Íra í samskiptum við ESB varðandi samninga um kolefnisbindingu með skógrækt.
29.11.2017