Ráðstefna um möguleika í kolefnisbindingu verður haldin í Bændahöllinni í Reykjavík þriðjudaginn 5. desember. Meðal annarra heldur írski sérfræðingurinn Eugene Hendrick erindi um aðgerðir sem Írar hafa ráðist í til þess að binda kolefni með breyttri landnotkun og aukinni skógrækt. Eugene hefur verið einn af aðal­samninga­mönnum Íra í samskiptum við ESB varðandi samninga um kolefnisbindingu með skóg­rækt.
Skógurinn í Brynjudal í Hvalfirði var formlega opnaður sem Opinn skógur laugardaginn 16. september og er hann sextándi skógurinn sem opnaður er undir merkjum verkefnisins Opins skógar. Þetta er meðal efnis í nýútkomnu fréttabréfi Skógræktarfélags Íslands, Laufblaðinu. Þar eru líka upplýsingar um jólatrjáasölu skógræktarfélaganna.
Samtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs hafa hrundið af stað verkefni sem kallast Vistvangur í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og fleiri hafnfirsk félög og stofnanir. Markmið Vistvangs er að klæða örfoka svæði í Krýsuvíkurlandi gróðri.
Undanfarna mánuði hefur Ingvar P Guðbjörnsson, verkefnisstjóri hjá Félagi skógarbænda á Suðurlandi, unnið að því fyrir félagið, með styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands, að kanna hagkvæmni þess að hafin verði viðarvinnsla úr sunnlenskum skógum. Niðurstöður verða kynntar í félagsheimilinu Þingborg í Flóa laugardaginn 25. nóvember kl. 10.
Bandarísku skógverndar- og skógræktarsamtökin American Forests hafa tekið saman höndum með Skógræktarfélagi Íslands um gróðursetningu 15.000 trjáplantna á Íslandi í þrjú ár, alls 45.000 plöntur. Gróðursett erá tveimur stöðum, á Eskifirði og við Úlfljótsvatn. Þetta verkefni er hluti af víðtækara samstarfi American Forests við sjóðinn Alcoa Foundation.