Hið sívinsæla námskeið „Húsgagnagerð úr skógarefni“ var haldið um helgina í skemmu Skógræktarfélags Árnesinga á Snæfoksstöðum. Frá árinu 2010 hafa verið haldin 25 námskeið sem þetta með samanlagt 314 þátttakendum. Framhaldsnámskeið verður um næstu helgi.
Carolina Girometta, sérfræðingur við svepparannsóknadeild jarð- og umhverfisvísindasviðs háskólans í Pavia á Ítalíu, flytur á þriðjudag fyrirlestur í Öskju um niðurbrotssveppi í trjáviði og tengsl þeirra við plöntur. Allir eru velkomnir.
Er virkilega hægt að klæða eyðimerkur skógi? Mika nttonen, stjórnarformaður orkufyrirtækisins St1, hefur hugmyndina, fjármagnið og áræðið sem til þarf. Hann hyggst lækna lungu jarðarinnar.
Fyrir þremur árum var keypt bolviðarsög að skógræktarbýlinu Giljalandi í Skaftártungu. Síðan hefur efniviðurinn úr skóginum verið notaður í hliðgrindur, hestagerði, klæðningar, bekki, borð og fleira.
Barrvefari fannst í haust á lerkitrjám vestur í Dölum. Skaðvaldurinn var staðbundinn á einum bæ en hafði étið barrið af nokkrum lerkitrjám svo þau voru orðin albrún að lit. Einnig hafði hann ráðist á ungar furur á svæðinu.