Norræna skógerfðafræðistofnunin NordGen Forest og norræna skógvísindastofnuninni SNS auglýsa sameiginlega námsstyrki sem ætlað er að hvetja til menntunar og þekkingarmiðlunar um erfðaauðlindir skóga, fræ- og plöntuframleiðslu og aðferðir við endurræktun skóga. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.
Að stöðva losun frá framræstu landi er mjög mikilvæg loftlagsaðgerð. Ekki er þó nóg að minnka losun. Við verðum að ná koltvísýringi úr lofthjúpnum og binda. Einfaldasta leiðin er nýskógrækt en einnig má binda kolefni í basalti og græða upp örfoka land. Þetta er boðskapur Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, í grein sem birtist á Vísi í dag.
Volunteers wanted! The search for our 2018 team begins by Langidalur Volunteer Placement dates and...
„Við erum rík þjóð og nú ríkir góðæri. Það er einmitt á slíkum tímum sem fjárfesta á í innviðum, helst varanlegum innviðum sem gefa fjölbreyttan ágóða í framtíðinni og gera okkur betur kleift að takast á við erfiðari tíma þegar þeir koma. Skógar eru meðal þeirra innviða.“ Þetta skrifar Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri í grein sem birtist í nýútkomnu jólablaði Bændablaðsins.
Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, og Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi, skrifa grein sem birtist á Vísi þar sem þeir svara skrifum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um loftslagsmál sem birtist í Fréttablaðinu 14. desember. Þeir benda á að skógar hér á landi bindi kolefni bæði hraðar og í meira magni en áður var talið. Ekki sé rétt hjá Þorgerði að áhrif bindingar í skógi komi fram á löngum tíma og dugi skammt í því tímahraki sem fram undan er.