Rétt val á efniviði í skógrækt og fjölbreytni eru mikilvægir þættir til að draga úr hættunni af skemmdum vegna meindýra og sjúkdóma á trjám. Bætt hefur verið á skaðvaldavef Skógræktarinnar fróðleik um varnir gegn innflutningi nýrra meindýra og sjúkdóma, innflutningsleiðir og fleira.
IKEA á Íslandi vinnur nú að því að meta kolefnisfótspor starfsemi sinnar og hyggst grípa til aðgerða til kolefnisjöfnunar. Settar hafa verið upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla, í ráði er að framleiða rafmagn með sólarsellum og metan úr matarafgöngum en fyrirtækið hugar einnig að möguleikum sem felast í endurheimt votlendis og skógrækt.
Fyrir hvern gest sem gistir í Gistihúsinu Mýri í Flóa gróðursetur heimafólk á bænum eitt tré. Ef gestirnir vilja geta þeir fengið að gróðursetja tréð sjálfir. Þetta er meðal efnis í nýtúrkomnu fréttabréfi Skógræktarfélags Sandvíkurhrepps. Félagið stóð nýlega fyrir mælingum á hæstu trjánum á starfsvæði sínu og reyndist hæsta tréð vera fjórtán metra hátt sitkagreni í skógi félagsins við Votmúlaveg. Í fréttabréfinu er auglýst eftir tillögum að heiti á þessum skógi.
Fréttamiðillinn Thomson Reuters Foundation birti á jóladag umfjöllun um skógrækt á Íslandi með viðtali við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra. Þar er rætt um það mikla verk sem nýskógrækt er í stóru en fámennu landi þar sem jafnframt sé við ágang búfjár að etja. Að óbreyttu taki 200 ár að ná markmiðinu um 2,5% þekju ræktaðs skógar en með þreföldun gróðursetningar tæki það 70 ár.
Skógræktin óskar skógræktarfólki um allt land og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar með þökkum fyrir skógræktarárið sem er að líða. Megi nýtt ár verða ár mikilla afreka í skógrækt og öðrum landbótum á Íslandi!