Styrkjakerfið í íslenskum landbúnaði ýtir undir ofbeit og tilheyrandi gróður- og jarðvegseyðingu, að mati höfunda nýrrar skýrslu OECD um umhverfismál á Íslandi. Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd mjög fyrir lítið eftirlit og að rofskýrslunni svokölluðu frá 1997 skuli ekki hafa verið fylgt eftir.
Ný tækni sem vísindamenn eru að þróa við Wake Forest háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum gæti gagnast til að hamla gegn geigvænlegum afleiðingum skógareyðingar og námuvinnslu í stærsta regnskógi heims, Amason-frumskóginum. Með því að þróa aðferðir við vinnslu lífkola úr bambus og koma á nýjum búskaparháttum er talið að vinna megi gegn skógareyðingu, auka tekjur bænda og binda kolefni.
Flokkur sósíaldemókrata í Svíþjóð vill fjölga störfum í skógargeiranum um 25.000 fram til ársins 2020 og draga í leiðinni úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Skógar séu um alla Svíþjóð og því verði ný störf í skógum til um allt landið líka.
Mikið sér á furu og fjallaþin á Suðurlandi eftir rysjótt veður á fyrstu mánuðum ársins. Trén eru sviðin og ljót og talsvert um að tré hafi drepist. Í athugun á fjallaþin í Þjórsárdal í júlí kom í ljós að tvö kvæmi litu áberandi best út.
Útflutningur er að hefjast til Bandaríkjanna á líkjörum og snöfsum sem framleiddir eru úr íslenskum birkisafa hjá fyrirtækinu Foss distillery. Stefnt er að því að vörurnar verði komnar á markað ytra í byrjun október. Mögulegt er talið að vinna verðmæt efni úr íslenskum birkiskógum og skapa af þeim meiri arð en áður hefur verið unnt.