Ljóst er að sauðfjárbeit á Almenningum skaðar birkitré og hamlar framvindu og útbreiðslu birkiskóga. Þetta sér hvert mannsbarn eftir stutta gönguferð um beitilönd á Almenningum. Sums staðar er birkið uppnagað og mun með áframhaldandi beit eyðast. Skemmdirnar sjást vel á nýjum myndum frá svæðinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gaf fyrirheit um það í opinberriheimsókn sinni til Skógræktar ríkisins á Fljótsdalshéraði í gær að hann myndi beita sér fyrir því að fé til skógræktar yrði aukið í fjárlögum næsta árs. Hann tók undir orð skógræktarstjóra um að grænna Ísland væri betra Ísland og sagðist styðja hugmyndir um landsáætlun í skógrækt sem stuðlaði að sátt um skógrækt í landinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis og auðlindaráðherra, heldur í opinbera heimsókn á Austurland mánudaginn 18. ágúst. Fyrir hádegi heimsækir hann höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins á Egilsstöðum og starfstöð skógarvarðarins á Hallormsstað.
Sænskur úrvalsefniviður af stafafuru og skógarfuru hefur verið settur niður í tilraunareitum á nokkrum stöðum hringinn í kringum landið. Markmiðið með tilrauninni er að finna efnivið sem hentar í skógrækt hérlendis og ef það tekst getur sparast áratuga vinna í kynbótum fyrir timburskógrækt með furu.
Sitkagrenitré sem í nokkur ár hefur verið talið hæsta tré landsins er nú komið yfir 26 metra hæð. Tréð hefur vaxið hálfan metra í sumar. Tréð var mælt með nýjustu tækni í gær. Það hefur á 65 ára vaxtartíma sínum bundið 2,1 tonn af koltvísýringi.