Skógrækt í skýrslu starfshóps um landnotkun
Í könnun sem gerð var meðal sveitarfélaga, hagsmunaaðila og stofnana kemur fram að togstreita sé algeng milli skógræktarmanna og búfjáreigenda í dreifbýli þar sem lausaganga búfjár er heimil. Þetta er meðal þess sem finna má í allgóðu yfirliti um skógrækt í áfangaskýrslu starfshóps um undirbúning skipulags landnotkunar í dreifbýli sem skilað hefur verið til umhverfis- og auðlindaráðherra.
18.07.2014