Aspir sem settar voru niður í tilraun á Ströndum fyrir átta árum hafa vaxið vel og sýna að víða er hægt að rækta iðnvið á Íslandi með góðum árangri.
Nokkrir Íslendingar dvöldu um miðjan júní í nokkurs konar vinnubúðum í myndsúlugerð í Eistlandi. Verkefnið er hluti á Leonardo Partnership verkefni Evrópusambandsins og kjörorðin eru „Teach Me Wood“ eða kenndu mér á við.
Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í 10. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi um helgina. 
Skógar veita margvísleg félagsleg og efnahagsleg gæði. Þeir gefa mat, orku og skjól, til dæmis, nokkuð sem við þurfum öll. Til þess að skógarnir geti áfram veitt okkur þessi gæði þurfum við að nýta þá með sjálfbærum hætti. Þetta eru skilaboð FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ í alþjóðlegri viku skóga.
Arnór Snorrason, skógfræðingur hjá Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá segir að hægt sé að ná verulegum hluta af nýjum markmiðum í loftslagsmálum með skógrækt. Mun minna er ræktað af trjám nú en fyrir hrun og því þurfi að snúa við. Rætt var við Arnór í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag, sunnudag.