Sverar hliðargreinar á furunni til trafala
Grisjun með skógarhöggsvél er hafin í skóginum á Miðhálsstöðum í Öxnadal. Mikið er um kræklótt og margstofna lerki- og furutré í skóginum og gjarnan sverar hliðargreinar á furunni sem vélin nær ekki að skera af í einni atrennu. Líklegt er að fara þurfi fyrir vélinni með keðjusög til að ná upp góðum afköstum.
12.06.2014