Skógarvörðurinn á Vöglum í Fnjóskadal gerir ráð fyrir því að hægt verði að nýta viðinn af stórum hluta þeirra furutrjáa sem brotnuðu í snjóflóði í Þórðarstaðaskógi í vetur. Mest skemmdist af stafafuru en einnig nokkuð af rauðgreni, blágreni og birki.
Mikið ber á brúnu birki á höfuðborgarsvæðinu og víðar þessa dagana. Fólk hefur af þessu áhyggjur og vill vita hverju sæti. Skaðvaldurinn er birkikemba. Lirfan ætti að vera byrjuð að púpa sig og trén gætu klætt af sér brúna litinn með nýjum sprotum ef aðrar fiðrildalirfur valda ekki miklu tjóni.
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, fagnar því hvað lúpínan hefur dreift sér mikið á höfuðborgarsvæðinu. Hún hafi stöðvað moldrok af foksvæðum í grennd við borgina og nú sé hún að hörfa úr Heiðmörk. Í staðinn taki við gras- og blómlendi og skógur. Stöð 2 fjallaði um þetta í sjónvarpsfrétt um liðna helgi.
Eiga villt jarðarber í íslenskri náttúru uppruna sinn að rekja til Noregs? og hvar þá í Noregi? Nemi við Landbúnaðarháskóla Íslands vinnur að meistaraverkefni um þetta. Meðal annars er biðlað til almennings í Noregi að tína þroskuð ber, þurrka og senda til Íslands.
Hinn árlegi viðburður, Skógardagurinn mikli, verður haldinn í tíunda sinn laugardaginn 21. júní. Dagskráin er margbreytileg að venju. Hin fornfræga hljómsveit Dúkkulísurnar stígur á svið en nú eru 30 ár liðin frá því að sveitin stóð á sviði í Hallormsstaðaskógi síðast. Svo er spurning hvort skógarhöggsmenn á Austurlandi ná Íslandsmeistaratitlinum í skógarhöggi aftur austur