Komin er út á vegum Landshlutaverkefna í skógrækt ný og endurbætt útgáfa bæklingsins Fræðsluefni um skógrækt. Bæklingurinn nýtist skógarbændum sem eru að stíga sín fyrstu skref í skógrækt jafnt sem öllum öðrum skógræktendum.
Þorvaldur Böðvarsson, skógarbóndi á Grund II í Vesturhópi, notar hálfrar aldar Ferguson við skógrækt sína. Traktorinn er á tvöföldum dekkjum að aftan og með tönn að framan. Á þessu tæki eru Þorvaldi allir vegir færir við skógræktarstörfin eins og kemur fram í skemmtilegri frétt á vef skógarbænda.
Líf og fjör verður í Kjarnaskógi á Akureyri laugardaginn 5. júlí þegar þar verður í fyrsta sinn haldinn Skógardagur Norðurlands. Gestir fá að fræðast um skógrækt og skógarnytjar, séð skógarhöggsmenn að verki og skoðað tækjabúnað þeirra en einnig verður í boði leiksýning, ratleikur, skákmót og fleira.
Alþjóðlegum hópi vísindafólks hefur tekist að raðgreina erfðamengi af einni tegund myrtutrjáa, Eucalyptus grandis. Þessi árangur er sagður opna ýmsar dyr fyrir skógariðnaðinn.
Hætta er á að plöntur sem verða fyrir slæmum skordýrafaraldri ár eftir ár kali illa og drepist jafnvel. Þetta kemur fram í frétt á vef Landgræðslunnar þar sem sagt er frá miklu skordýrabiti á alaskavíði nú fyrri hluta sumars.