Strandrauðviður - hæsta tré veraldar
Strandrauðviður (Sequoia sempervirens) er hæsta tré veraldar, það hæsta 116 metrar. Heimkynni hans eru á fremur litlu svæði nálægt ströndinni í norðanverðri Kaliforníu. Eins og önnur risatré var hann mikið höggvinn á fyrrihluta 20. aldar og því finnast lundir gamalla trjáa nú aðeins á fáum stöðum, sem allir eru friðaðir.
16.04.2014