Íslensk skógarúttekt komin á kreik
Árlegar mælingar á skógum landsins eru nú hafnar og fara mælingaflokkar Skógræktarinnar um landið næstu vikurnar til að taka út þá mælifleti sem á dagskrá eru í sumar. Verkefnið kallast Íslensk skógarúttekt. Fyrsti mæliflöturinn þetta sumarið var í ungskógi í Esjuhlíðum og nýttist m.a. við samstillingu mælitækja og hugbúnaðar. Í sumar verður bætt við mæliflötum til að safna gögnum um sjálfsáningu trjátegunda.
23.05.2022