Íslenskt sitkagreni vottað til framleiðslu á límtré
Merkur áfangi hefur nú náðst í þróun og nýtingu viðarafurða á Íslandi. Íslenskt sitkagreni hefur hlotið vottun sem þarf til að framleiða megi úr því viðurkennt límtré í mannvirki. Gæðastjóri hjá Límtré Vírneti segir að með einbeittari ræktun á nytjaviði til slíkrar framleiðslu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu í framtíðinni að framleiða alíslenskt límtré. Hér vanti þó einsleitari framleiðslu og þróaðri vinnsluferli timburs frá fellingu að vinnslustað.
12.04.2021