Víða um land má sjá mikla fræmyndun á trjágróðri. Birki er víða farið að mynda mikinn fjölda rekla, auk þess að sitkagreni og stafafura blómstra bæði karl og kvenblómum í miklu mæli. Fyrr í vor voru alaskaaspir hlaðnar reklum. Þetta...
Þau tímamót áttu sér stað í Garðyrkjuskólanum fyrir skömmu að fyrsti hópur skógarbænda í Grænni skógum útskrifaðist eftir þriggja ára nám.  Héraðsskógar,  Austurlandsskógar og Félag skógarbænda á Austurlandi gengu frá samningi við Garðyrkjuskólann 12. júní um þátttöku í...
Nú stendur yfir grisjun á s.k. tilraunaskógi í Gunnarsholti sem er 14,5 ha asparskógur gróðursettur vorið 1990. Tilraunaskógurinn var gróðursettur með því markmiði að rannsaka hvernig veðurfar og vatnshringrás breyttust þegar skógur yxi upp á skóglausu landi, auk...
Takið frá helgina 13.-15. ágúst!  Félag skógarbænda á Norðurlandi verður gestgjafi á aðalfundi Landssamtaka skógareigenda (LSE) sem haldinn verður í Húnavallaskóla dagana 13.-15. ágúst. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður á laugardaginn farin kynnisferð í Blönduvirkjun þar...
Árleg ráðstefna Norræna fræ og plönturáðsins (NSFP) verður haldin í Noregi 1.-2. september. Meðal annars verður fjallað um plöntugæði og myrkvun, reynslu af míniplöntum og leiðir til að auka þvermál bakkaplantna. Einnig verða kynntar rannsóknir og rannsóknarniðurstöður er tengjast...