Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands auglýsir nú á vef sínum ýmis áhugaverð námskeið sem haldin verða á næstu vikum fyrir trjáræktarfólk og áhugafólk um viðarnytjar og handverk. Fólk getur lært að fella tré og grisja skóg með keðjusög, klippa tré og runna, smíða húsgögn og smærri nytjahluti.
Árið 2015 er ár jarðvegs hjá matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Aðalmarkmið alþjóðlega jarðvegsársins er að vekja athygli mannkynsins á mikilvægi heilbrigðs jarðvegs og að tala fyrir sjálfbærri nýtingu svo takast megi að vernda þessa mikilvægu náttúruauðlind.