Hekluskógar bjóða til málþings í Gunnarsholti 16. apríl kl. 13-16.30.  Hekluskógar hafa starfað að endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu frá árinu 2007 og hefur mikið áunnist í uppgræðslu og ræktun birkilunda frá því að verkefnið hófst.
Í tilefni af 50 ára afmæli sínu heldur Landsvirkjun opna fundi um ýmis málefni. Miðvikudaginn 4. mars býður fyrirtækið til opins fundar í Gamla-Bíó í Reykjavík frá klukkan 14 til 17 um hvernig fyrirtæki geta unnið gegn losun gróðurhúsalofttegunda og gegn loftslagsbreytingum.
Hjá Skógrækt ríkisins fær enginn að vinna við skógarhögg og grisjun með keðjusög nema hann hafi hlotið tilskilda þjálfun og kennslu. Skylt er að nota allan þann hlífðarbúnað sem völ er á og gæta ítrasta öryggis í öllum vinnubrögðum. Ef rétt er að verki staðið er lítil slysahætta í skógarhöggi og -grisjun. Keðjusagir eru hins vegar hættuleg tæki fyrir fólk sem ekki kann með þær að fara.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður vinstri grænna, skrifar grein í DV í dag og ræðir þar um atvinnumál. Það land sem við höfum til ráðstöfunar muni verða ein meginauðlind okkar í framtíðinni. Skógrækt eigi sér bjarta framtíð hér á landi en þurfi þolinmótt fjármagn. Bjarkey spyr hvort þarna geti verið verkefni fyrir lífeyrissjóði landsins.
Árleg fagráðstefna skógræktar verður haldin í Borgarnesi 11. og 12. mars í samstarfi við NordGen Forest. Fyrri dagur ráðstefnunnar verður helgaður trjákynbótum og yfirskriftin „Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum“. Seinni daginn verða fjölbreytt erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd. Skráning til 4. mars.