Til kynningar eru hjá Rangárþingi eystra nýjar tillögur að deiliskipulagi á Þórsmörk. Þetta er fyrsta skipulag svæðisins sem sem unnið hefur verið af hálfu skipulagsyfirvalda. Morgunblaðið greindi frá þessu á laugardag.
Stjórn Skógræktarfélags Íslands lýsir yfir áhyggjum af stórfelldum samdrætti í nýgræðslu skóga á undanförnum sex árum. Árið 2014 voru gróðursettar um 2,9 millj. trjáplantna á Íslandi. Leita þarf allt aftur til ársins 1989 til þess að finna lægri tölur um heildargróðursetningu skóga á landinu. Þetta segir í fréttatilkynningu sem stjórnin hefur sent frá sér.
http://greenbuildingelements.com/2015/03/05/building-material-future-wood/ No, the headline is not a typo.  Wood is going to places it's never been before – up!  The T3 project (which stands for “Timber, Technology, and Transit”) in Minnesota will be the...
Á ráðstefnu sem haldin verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum föstudaginn 20. mars verður fjallað á margvíslegan hátt um þá möguleika sem felast í nýtingu lífræns úrgangs, meðal annars til skógræktar og landgræðslu.
Tveir ítalskir hönnuðir hafa sett fram hugmynd að nýstárlegum minningarreitum sem gætu komið í stað hefðbundinna grafreita og kirkjugarða. Líkömum látinna yrði komið fyrir í fósturstellingu í sérstökum lífrænum hylkjum sem grafin yrðu í jörð og tré ræktað ofan á sem nyti góðs af rotnandi leifunum. Tréð kæmi í stað legsteins og upp yxi skógur með margvíslegt gagn fyrir eftirlifandi kynslóðir.