Gefin hefur verið út ensk útgáfa myndbandsins sem Skógrækt ríkisins gerði í tilefni af alþjóðlegum degi skóga, 21. mars 2015. Tilgangurinn er öðrum þræði að vekja athygli umheimsins á því að á Íslandi geti vaxið gjöfulir nytjaskógar og tækifærin séu mörg til nýskógræktar.
Fagráðstefna skógræktar 2015 var haldin í Borgarnesi dagana 11.-12. mars. Að þessu sinni var ráðstefnan haldin í samvinnu við NordGen Forest, skógarsvið norrænu erfðavísindastofnunarinnar, og var fyrri dagur hennar helgaður trjákynbótum að verulegu leyti með yfirskriftinni „Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum“. Seinni daginn voru flutt fjölbreytt erindi um hinar ýmsu hliðar skógræktar. Mörg tengdust þau fjölbreytilegum nytjum skóga og nýsköpun í þeim efnum.
Hópur krabbameinssérfræðinga frá ellefu löndum hefur kveðið upp úrskurð um að efnið glífósat, sem er virka efnið í algengasta illgresiseitri heims, sé líklega krabbameinsvaldandi fyrir fólk. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að efnið geti valdið krabbameini í dýrum og efnið hefur einnig valdið skemmdum í erfðaefni mannsfrumna á rannsóknarstofum.
Út er komin í rafræna vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences grein eftir Mörju Maljanen o.fl. um áhrif ösku úr Eyjafjallagosinu á ýmsa jarðvegsþætti í finnskum mýrajarðvegi. Efnagreiningar á íslenskri eldfjallaösku gefa til kynna að bein áhrif eldgosa á Íslandi geti náð langt út fyrir landsteinana.
Slagorð alþjóðlegs dags skóga er að þessu sinni Create a Climate Smart Future og felur í sér hvatningu um að við búum okkur framtíð sem felur í sér skynsamlegar lausnir í loftslagsmálum. Æ meira er rætt um mikilvægt hlutverk skóga í baráttunni við loftslagsbreytingar