Ný rannsókn sem unnin var undir forystu bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA bendir til þess að regnskógar hitabeltisins bindi mun meiri koltvísýring en margir vísindamenn hafa talið fram að þessu. Skógarnir bregðist þannig við auknu magni koltvísýrings í andrúmsloftinu.
Skógarsvið norræna genabankans NordGen auglýsir nú lausa til umsóknar námstyrki fyrir háskólanema á sviðum sem tengjast skógrækt, endurnýjun skóga, fræframleiðslu, plöntuuppeldi og þess háttar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar.
Í nýju tölublaði fréttabréfs danska útikennslusambandsins Skoven i Skolen er fjallað um árekstra aukinnar viðveruskyldu og kennslustundafjölda kennara við skipulagningu sveigjanlegs skólastarfs á borð við útikennslu. Sagt er frá væntanlegri fræðslumynd um útiskóla, hvernig nota má köngla við stærðfræðikennslu og margt fleira.
Árið 2014 var hagstætt gróðri á Hekluskógasvæðinu enda nokkuð hlýtt og rakt. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vefsíðu Hekluskóga. Verkefnið heldur áfram af fullum krafti á nýju ári og er reiknað með að gróðursettar verði um 250 þúsund birkiplöntur í sumar. Árangur verkefnisins er víða mjög góður og sjást nú birkireitir spretta upp þar sem fyrir 10-20 árum var örfoka land.
Fagráðstefna skógræktar 2015 verður haldin í Borganesi dagana 11. og 12. mars. Fyrri dagurinn verður þemadagur, haldinn samstarfi við NordGen undir yfirskriftinni Aukin framleiðni skóga á jaðarsvæðum með trjákynbótum. Seinni daginn verður fjallað um ýmis skógræktarmál og sýnd veggspjöld. Undirbúningsnefndin auglýsir nú eftir erindum og veggspjöldum fyrir síðari dag ráðstefnunnar